Skráning hafin /Registration now open

Í dag var opnað fyrir skráningu í Trékyllisheiðarhlaupið, sem fram fer í þriðja sinn laugardaginn 12. ágúst 2023.

Að þessu sinni verður boðið upp á tvær spennandi nýjungar, annars vegar nýtt 26 km hlaup með rásmark í Djúpavík (Trékyllisheiðin Midi) og hins vegar hlaup fyrir krakka á öllum aldri þar sem hlaupinn er 3,7 km hringur í Selárdal (Trékyllisheiðin Junior). Og svo verða Trékyllisheiðin Ultra (48 km) og Trékyllisheiðin Mini (16,5 km) auðvitað á sínum stað. Þarna verður sem sagt eitthvað fyrir alla – og kjötsúpan í markinu er komin til að vera! Og svo hrúgast ITRA-stigin inn ef vel gengur!

Þess má geta að Trékyllisheiðin Midi er að mestu leyti sama leið og Þórbergur Þórðarson gekk í framhjágöngunni miklu haustið 1912 og sagt er frá í bókinni Íslenskur aðall. Hann lagði af reyndar af stað frá Kjós, en það munar ekki öllu. Þórbergur var að eigin sögn 5:40 klst. á leiðinni og eðlilega taka tímamörkin í hlaupinu mið af því.

Þátttökugjöldin eru þau sömu og í fyrra (nema í nýju hlaupunum auðvitað) og þeir sem skrá sig fyrir lok janúarmánaðar fá góðan afslátt.

Allar nánari upplýsingar er að finna á https://trekyllisheidin.com og skráning fer fram á https://netskraning.is/trekyllisheidin.

Sjáumst á Ströndum í ágúst!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s