Trékyllisheiðin 2025 að baki
Trékyllisheiðarhlaupið fór fram í fimmta sinn laugardaginn 16. ágúst sl. í gulri viðvörun vegna suðvestan hvassviðris. Vindurinn setti eðlilega strik í reikninginn, enda bálhvasst í fangið lengst af. Engu að síðu náðust góðir tímar og brautarmet voru slegin í stysta hlaupinu, þar sem hlaupið er um hlíðina fyrir ofan Bólstdað. Samkvæmt veðurspá var ljóst að mesta hvassviðrið yrði í brúnunum á nyrsta hluta leiðarinnar. Því … Halda áfram að lesa: Trékyllisheiðin 2025 að baki
Myndir og þakklæti
Myndir Guðbjargar Hörpu Ingimundardóttur frá Trékyllisheiðarhlaupinu 17. ágúst sl. eru komnar í sérstaka möppu á Facebooksíðu hlaupsins. Myndbirtingin dróst af tæknilegum ástæðum, en nú er þetta allt komið á sinn stað. Flest þeirra sem tóku þátt í hlaupinu geta fundið mynd af sér í möppunni, margar býsna góðar þrátt fyrir óhagstæð veðurskilyrði til myndatöku. Og áður en undirbúningurinn fyrir næsta Trékyllisheiðarhlaup 16. ágúst 2025 tekur … Halda áfram að lesa: Myndir og þakklæti
16. ágúst 2025!
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið í fimmta sinn laugardaginn 16. ágúst 2025. Í boði verða sömu vegalengdir og tvö síðustu ár, þ.e.a.s. Trékyllisheiðin Ultra (48,4 km), Trékyllisheiðin Midi (25,7 km), Trékyllisheiðin Mini (16,5 km) og Trékyllisheiðin Junior (3,7 km). Opnað verður fyrir skráningu um áramót (nánar kynnt þegar nær dregur). Takið daginn frá og fylgist spennt með! Halda áfram að lesa: 16. ágúst 2025!
Metþátttaka og brautarmet
Trékyllisheiðarhlaupið fór fram í fjórða sinn í gær, laugardaginn 17. ágúst 2024. Besta afrek dagsins – og jafnframt í sögu hlaupsins hingað til – var vafalítið brautarmet Felix Starker í Trékyllisheiðin Ultra (48 km), en hann kom langfyrstur í mark á 4:06:21 klst. Fyrra metið setti hann sjálfur í fyrra, 4:14:42 klst. Samtals komu 80 hlauparar í mark í hlaupum gærdagsins og hafa aldrei verið … Halda áfram að lesa: Metþátttaka og brautarmet
Skráning hafin / Registration now open
Í dag var opnað fyrir skráningu í Trékyllisheiðarhlaupið, sem fram fer í fjórða sinn laugardaginn 17. ágúst 2024. Í Trékyllisheiðarhlaupinu er hægt að velja um fjórar leiðir, þ.e.a.s. Trékyllisheiði Ultra (48 km), Trékyllisheiði Midi (26 km), Trékyllisheiði Mini (16,5 km) og Trékyllisheiði Junior (3,7 km). Hlaupin hefjast misnorðarlega á Ströndum og enda öll við skíðaskála Skíðafélags Strandamanna á Brandsholti í Selárdal, nokkrum kílómetrum norðan við … Halda áfram að lesa: Skráning hafin / Registration now open
Trékyllisheiðin 2024: Laugardagur 17. ágúst
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið í fjórða sinn laugardaginn 17. ágúst 2024. Í boði verða sömu vegalengdir og síðasta ár, þ.e.a.s. Trékyllisheiðin Ultra (48,4 km), Trékyllisheiðin Midi (25,7 km), Trékyllisheiðin Mini (16,5 km) og Trékyllisheiðin Junior (3,7 km). Opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum (í janúar 2024). Takið daginn frá og fylgist spennt með! Halda áfram að lesa: Trékyllisheiðin 2024: Laugardagur 17. ágúst
Brautarskoðun og Hamingjuhlaup 1. júlí
Skráning hafin /Registration now open
Í dag var opnað fyrir skráningu í Trékyllisheiðarhlaupið, sem fram fer í þriðja sinn laugardaginn 12. ágúst 2023. Að þessu sinni verður boðið upp á tvær spennandi nýjungar, annars vegar nýtt 26 km hlaup með rásmark í Djúpavík (Trékyllisheiðin Midi) og hins vegar hlaup fyrir krakka á öllum aldri þar sem hlaupinn er 3,7 km hringur í Selárdal (Trékyllisheiðin Junior). Og svo verða Trékyllisheiðin Ultra … Halda áfram að lesa: Skráning hafin /Registration now open
Trékyllisheiðin samþykkt sem UTMB Qualifying Race
Í dag barst staðfesting á því að Trékyllisheiðin Ultra (48 km hlaupið) hefði verið samþykkt sem UTMB Qualifying Race í 50 km flokki, sem þýðir að þátttakendur í hlaupinu auka möguleika sína á þátttöku í UTMB-hlaupaseríunni. Þetta þýðir einnig að hlaupin birtast á viðburðalista UTMB og styrkja þar með stöðu sína í alþjóðlega utanvegahlaupasamfélaginu, sem telur rúmlega 2 milljónir hlaupara um allan heim. Halda áfram að lesa: Trékyllisheiðin samþykkt sem UTMB Qualifying Race
Skráning hafin /Registration now open
Skráning er hafin í Trékyllisheiðarhlaupið, sem fram fer laugardaginn 13. ágúst 2022. Til að byrja með verða 100 miðar í boði fyrir hvora vegalengd (Trékyllisheiðin Ultra 48 km – og Trékyllisheiðin Mini 16,5 km). Þeir sem skrá sig fyrir áramót fá besta verðið, 11.900 kr. fyrir lengra hlaupið og 5.900 kr. fyrir styttra hlaupið. Þar við bætist svo fargjald í rútu fyrir þá sem þess … Halda áfram að lesa: Skráning hafin /Registration now open
