Trékyllisheiðin Junior 3,7 km

Ungmennahlaupið Trékyllisheiðin Junior hefst við eyðibýlið Bólstað í Selárdal, norðan við Selá í Selárdal. Hlaupið er eftir greinilegum slóða upp í hlíðina ofan og utan við bæinn. Eftir um það bil hálfan kílómetra er komið inn á hlaupaleið lengri hlaupanna. Þar er beygt til hægri og þessari sameiginlegu leið fylgt aftur niður úr hlíðinni, niður á veg, yfir Selá og í mark við skíðaskálann. Þar sem Selá getur verið vatnsmikil gildir 10 ára aldurstakmark fyrir þetta hlaup.

Kort af leiðinni má finna á https://tracedetrail.fr/en/trace/trace/203837

Hlaupið er viðurkennt af ITRA og gefur þar af leiðandi ITRA-stig. Það gefur 2 fjallapunkta en ekki ITRA-punkta, þar sem það nær ekki lágmarksvegalengd hvað það varðar. Hlaupið er hluti af Landskeppni ITRA á Íslandi (ITRA National League).

Mæðgur að vaða Selá í Trékyllisheiðarhlaupinu 2022. (Ljósm. Hjörtur Þór Þórsson).