Trékyllisheiðin Mini 16,5 km

Trékyllisheiðin mini (16,5 km) hefst í u.þ.b. 200 m hæð á þjóðveginum á Bjarnarfjarðarhálsi við norðanverðan Steingrímsfjörð, u.þ.b. 2 km ofan við bæinn Bassastaði. Þaðan liggur leiðin eftir jeppaslóða inn á sunnanverða Trékyllisheiði. Eftir 8,5 km er komið inn á hlaupaleiðina norðan úr Trékyllisvík, (sjá leiðarlýsingu lengri hlaupanna). Þar er fyrsta og eina drykkjarstöðin á þessari leið. Við hana er beygt til suðurs og hlaupin sama leið og í lengri hlaupunum, niður í Selárdal og að skíðaskálanum þar sem hlaupið endar.

Kort af leiðinni má finna á https://tracedetrail.fr/en/trace/trace/156349.

Hlaupið er viðurkennt af ITRA og gefur þar af leiðandi ITRA-stig. Það gefur 2 fjallapunkta en ekki ITRA-punkta, þar sem það nær ekki lágmarksvegalengd hvað það varðar. Hlaupið er hluti af Landskeppni ITRA á Íslandi (ITRA National League).

Keppendur í Trékyllisheiðin Mini nýlagðir af stað á Bjarnarfjarðarhálsi sumarið 2022. (Ljósm. Viktoría Rán Ólafsdóttir).
Keppendur í Trékyllisheiðin mini nýlagðir af stað. Myndin var tekin í fyrsta hlaupinu í ágúst 2021. (Ljósm. Sigurbjörg Halldórsdóttir),