Trékyllisheiðin Mini 16,5 km

Styttra hlaupið (16,5 km) hefst í u.þ.b. 200 m hæð á þjóðveginum á Bjarnarfjarðarhálsi við norðanverðan Steingrímsfjörð, u.þ.b. 2 km ofan við bæinn Bassastaði. Þaðan liggur leiðin eftir jeppaslóða inn á sunnanverða Trékyllisheiði. Eftir 8,5 km er komið inn á hlaupaleiðina norðan úr Trékyllisvík, (sjá leiðarlýsingu lengra hlaupsins). Þar er beygt til suðurs og hlaupin sama leið og í lengra hlaupinu, niður í Selárdal og að skíðaskálanum þar sem hlaupið endar.

Kort af leiðinni má finna á https://www.strava.com/routes/2892192625282754130.

Hlaupið er viðurkennt af ITRA og gefur þar af leiðandi ITRA-stig. Það gefur 2 fjallapunkta en ekki ITRA-punkta, þar sem það nær ekki lágmarksvegalengd hvað það varðar.

https://itra.run/Races/RaceDetails/Trekyllisheidin.Trekyllisheidin.Mini.2022/2022/73764